Síldarsöltun og Fiskvinnsla
Útgerð og síldarsöltun Valtýs Þorsteinssonar og Hreiðars Valtýssonar
SÍLDARSÖLTUN OG FISKVINNSLA
- 1928-1943 Útgerð og smíði smærri báta og síðar síldarsöltun seinni árin á Rauðuvík.
- 1951-1957 Aðkoma að vinnslu (síldarsöltun/frysting) í Njarðvík.
- 1950-1963 Síldarsöltun á Hjalteyri. Saltaðar 27 þúsund tunnur.
- 1961 Síldarsöltun á Siglufirði. Saltaðar 5 þúsund tunnur á hluta Sunnuplans.
Norðursíld hf - Raufarhöfn
-
1950-1968 Síldarsöltun á Raufarhöfn. Á öllu tímabilinu voru saltaðar 138 þúsund tunnur.
-
1950-1958 Bryggja leigð af Kaupfélagi Norður Þingeyinga. Bryggjan stækkuð og 2ja hæða verbúð reist.
-
1958-1968 Á nýjum stað var byggð bryggja, steypt plön og síldarvinnslutæki sett upp. Talsverð uppbygging var á næstu árum, m.a. var byggt tveggja hæða steinhús. Árið 1966 var reist hús á bryggjunni yfir söltun og flokkunarvélar. Fasteignir og bryggja urðu verðlaus að mestu eftir að síldin hvarf 1968. Blómlegur rekstur á nýjum stað á Raufarhöfn varði aðeins í 10 ár.
-
1968 Síldarsöltun á hafi úti við Svalbarða í færeysku leiguskipi. Saltaðar voru 7.500 tunnur um borð í tveim ferðum og síldartunnunum landað á Raufarhöfn. Djörf tilraun, en allt gekk að óskum.
Norðursíld hf - Seyðisfirði
-
1960-1988 Síldarsöltun á Seyðisfirði og rekstur hraðfrystihúss. Saltaðar 182 þús tunnur alls.
-
1960 leigði fyrirtækið söltunarbryggju í bænum og hóf síldarsöltun.
-
1961 var keypt húseign/lóð við Strandveg sem er yst í bænum. Byrjað var á framkvæmdum við bryggju, söltunarplan, verbúð og mötuneyti árið eftir og þeim að mestu lokið árið 1963. Söltun hófst nú á nýjum stað. Á tímabilinu 1960-1969 voru saltaðar 80 þúsund tunnur af Norðurlandssíld.
-
1966 hófst smíði hraðfrystihúss við Strandveginn og tók það til starfa 1968, en þá var sumarsíldin horfin. Bolfiskvinnsla varð síðan undirstaða í rekstri frystihússins. Haustsöltun síldar af miðunum við Suðausturland hófst 1975 og var stunduð til ársins 1988. Á því tímabili voru saltaðar 102 þúsund tunnur. Árið 1988 keypti Fiskvinnslan á Seyðisfirði allt hlutafé Norðursíldar.
Ýmislegt sameignlegt
Söltun og fiskvinnsla: myndir, myndband og blaðagreinar.