Raufarhöfn
1950-1968 Norðursíld hf á Raufarhöfn. Saltaðar voru alls 138 þúsund tunnur
1950-1958 Bryggja leigð af Kaupfélagi Norður Þingeyinga. Bryggjan stækkuð og 2ja hæða timbur verbúð reist.
1958-1968 Á nýjum stað var byggð bryggja, steypt plön og síldarvinnslutæki sett upp. Verbúðin „Svarti braggi“ var flutt sjóleiðis frá Kaupfélagsbryggjunni (sjá myndir). Þessi nýja söltunarstöð var miklu stærri og fullkomnari en á fyrri stað. Talsverð uppbygging var á næstu árum, m.a. var byggt tveggja hæða steinhús, en þar var mötuneyti, skrifstofa og verbúð. Árið 1966 var reist hús á bryggjunni yfir söltun og flokkunarvélar.
Fasteignir og bryggja urðu verðlaus að mestu eftir að síldin hvarf árið 1968. Blómlegur rekstur á nýjum stað á Raufarhöfn varði aðeins í 10 ár.