Raudavik.net

Útgerð og síldarsöltun Valtýs Þorsteinssonar og Hreiðars Valtýssonar

Seyðisfjörður

Færibandið gengur

1960-1988 Norðursíld hf á Seyðisfirði. Síldarsöltun og rekstur hraðfrystihúss. Á tveim aðskildum tímabilum voru saltaðar voru alls 182 þús tunnur.

1960 leigði fyrirtækið söltunarbryggju í bænum og aðstöðu í fiskiðjuverinu og hóf síldarsöltun.

1961 var keypt húseign/lóð við Strandveg sem er yst í bænum. Byrjað var á framkvæmdum við bryggju, söltunarplan, verbúð og mötuneyti árið eftir og þeim lokið að mestu árið 1963. Söltun hófst nú á nýjum stað. Á tímabilinu 1960-1969 voru saltaðar 79 þúsund tunnur af Norðurlandssíld.

1966 hóst smíði hraðfrystihúss á sama stað við Strandveg og tók það til starfa 1968, en þá var síldin horfin. Bolfiskvinnsla varð síðan undirstaða í rekstri frystihússins næstu 20 árin, en ekki síld eins og upphaflega var ætlað. Ýmsar viðbætur, tæki og vélar bættust svo við á næstu árum.

Haustsöltun síldar af miðunum við Suðausturland hófst 1975 og var stunduð til ársins 1988. Í sambandi við þá starfsemi var byggt yfir söltun, lagerhús reist og fleira gert sem tengdist þessari vinnslu. Á þessu tímabili voru saltaðar 102 þúsund tunnur.

Árið 1988 keypti Fiskvinnslan á Seyðisfirði eignir og rekstur Norðursíldar og var þá síldarsöltun og annarri landvinnslu sem hófst í Rauðuvík góðri hálfri öld fyrr lokið.

Tilsláttur