Við Svalbarða
Tekið var á leigu 800 tonna Færeyskt flutningaskip, Elisabeth Hentzer.
Um borð var 6 manna áhöfn, 12 söltunarstúlkur og 12 karlar, eða samtals 30 manns. Farnar voru tvær ferðir til Svalbarða (Spitsbergen) og saltaðar 7.500 tunnur. Síldinni var landað upp á dekk ofan á lestarlúgunum, oft spriklandi úr nótinni, af bátunum sem stunduðu síldveiðar á þessum fjarlægu síldarmiðum. Gekk þetta allt að óskum í þessari fljótandi söltunarstöð og var síldartunnunum landað á Raufarhöfn eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Svalbarða.