Skipin
ÚTGERÐ TRÉ- OG STÁLSKIPA
TRÉSKIP
-
Gylfi EA 628 smíðaður á Akureyri 1939. Gylfi var seldur 1966
-
Garðar EA 761 einn af raðsmíðuðum Svíþjóðarbátum kom hingað 1946. Stofnað hlutafélag um bátinn á Árskógsströnd. Valtýr keypti flesta hluti á næstu árum. Garðar var seldur 1965
-
Akraborg EA 50 var keypt frá Svíðþjóð síðla árs 1946 Akraborg varð úrelt til veiða og var sökkt norður af Flatey (Grímseyjarsundi) 1978
-
Gylfi II EA 150 var smíðaður 1956 á Akureyri. Helmings meðeigandi var Svavar Sigurjónsson skipstjóri. Gylfi ll var seldur 1966
STÁLSKIP
-
Ólafur Magnússon EA 250 var smíðaður í Noregi 1960. -Eitt fyrsta íslenska nótaveiðiskipið með kraftblökk og jafnframt eitt fullkomnasta síldveiðiskip á þeim tíma.1965 var skipið lengt um 2,5 metra í Noregi. Seldur 1983 Nirði hf sem var í eigu KEA
-
Þórður Jónasson EA 350 var smíðaður í Noregi 1964, helmings eigandi var Sæmundur Þórðarson skipstjóri. Að líkindum stærsta og fullkomnasta nótaveiðiskip á síldveiðum það árið. Eignahluti Sæmundar var útleystur til útgerðar VÞ árið 1970. Þórður var tvisvar lengdur árin 1973 og 1986, um 9 metrar alls. Þórður var einnig yfirbyggður og fékk nýja öfluga vél, nýja brú og margt fleira. Á árunum 1998/2001 kaupir SR-mjöl öll hlutabréf í útgerðinni. Með þessari sölu til SR er útgerð og rekstur Valtýs Þorsteinssonar og Hreiðars Valtýssonar úr sögunni. Hörður Björnsson var farsæll skipstjóri hjá útgerðinni í 40 ár. Fyrstu árin á Ólafi Magnússyni og síðan á Þórði í 32 ár. Skipið, sem bar síðast nafn Harðar Björnssonar, var siglt til niðurrifs í Belgíu árið 2021.
Ýmislegt sameignlegt
Útgerð og skip: myndir og blaðagreinar.