Raudavik.net

Útgerð og síldarsöltun Valtýs Þorsteinssonar og Hreiðars Valtýssonar

Garðar EA 761

Garðar EA 761 var smíðaður í Svíþjóð 1946, einn af 45 raðsmíðuðum bátum. Eik, 51 brl., 170 ha. Polar díselvél. Eigandi Garðar hf, Rauðuvík. Árið 1954 var sett í bátinn 240 ha. GM díselvél. Seldur í ársbyrjun1964. Tekin af skrá 1978. Sjá nánar seinni eigendur: Íslensk skip, bindi, bls. 101

Garðar var í eigu útgerðarinnar í tæp 18 ár

1947 ca Friðþjófur Gunnlaugs og áhöfn

Tíminn 26. júlí 1946 eigu útgerðar

Eins og kunnugt er samdi fyrrverandi stjórn um smíði á 45 bátum í Svíþjóð. Flestir þessara báta eru nú komnir hingað til lands, eða alls 32 þeirra. Flestir bátanna eru 50 rúmlestir að stærð, en alls eru þeir af þremur stærðum, 50, 80, 90 rúmlesta. [...]

Alls eru komnir til landsins fjórtán 50 rúmlesta bátar, sjö 80 rúmlesta og ellefu 90 rúmlesta bátar. Þeir 13 bátar, sem eftir eru, koma heim í væntanlega sumar og í haust.

Bátarnir hafa farið til þessara staða [...] upptalning [...] til Rauðavíkur einn 50 rúmlesta bátur [...]


🔗 Timarit

Hlutafélagið Garðar var stofnað af sjö Árskógsstrendingum um reksturinn á Garðari EA 761. Hlutafé var 150.000 krónur og var Valtýr Þorsteinsson frá Rauðuvík með ríflega fjórðung þess hlutafjár. Valtýr sá síðan um útgerð bátsins. Á næstu árum eftir stofnun félagsins keypti hann svo flesta hlutina.

1947 Garðar í Norurátt