Gylfi ll EA 150
Gylfi II EA 150 var smíðaður hjá skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1956. Eik, 62 brl., 330 ha. GM díselvél. Eigendur til helminga voru Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður og Svavar Sigurjónsson skipstjóri frá Flatey. Seldur í ársbyrjun 1966. Tekin af skrá 1976 eftir bruna. Sjá nánar Íslensk skip.
Gylfi II var í eigu útgerðar í tæp 10 ár.
Dagur 7.tbl. 8. febrúar 1956
Tveim nýjum glæsilegum skipum, hleypt af stokkununm hjá skipasmíðastöð KEA á Akureyri
Eigendur Dvergur h.f. Ólafsvík og Valtýr Þorsteinsson útgerðarm.
Skipasmíðastöð KEA er að ljúka smíði tveggja skipa. Mun fyrra skipið verða sett á flot einhvern næstu daga, en hið síðara eftir um það bil hálfan mánuð. Skipasmíðastöð KEA tók til starfa 1941 og hefur smíðað mörg skip og báta [...]
65 tonna skip.
Skipasmíðastöð KEA er að ljúka smíði annars skips. Er það 65 tonn að stærð og eigandinn Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður á Akureyri. Sennilega verður skipið sjósett síðar í þessum mánuði. Mörg verkefni eru framundan og meðal annars smíði 50 tonna skips o.fl.
Dagur 52.tbl. 6. október 1956
Nýr fiskibátur frá skipasmíðstöð KEA
Enn hefur nýr bátur frá skipasmíðastöð KEA á Oddeyrartanga bæzt í flotann. Að þessu sinni lítill vélbátur 9 lestir að stærð [...]
Á síðastliðnu vori var líka lokið við smíði 62 lesta skips, sem þeir keyptu Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður Akureyri og Svavar Sigurjónsson frá Flatey.