Raudavik.net

Útgerð og síldarsöltun Valtýs Þorsteinssonar og Hreiðars Valtýssonar

Gylfi ll EA 150

Gylfi II EA 150 var smíðaður hjá skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1956. Eik, 62 brl., 330 ha. GM díselvél. Eigendur til helminga voru Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður og Svavar Sigurjónsson skipstjóri frá Flatey. Seldur í ársbyrjun 1966. Tekin af skrá 1976 eftir bruna. Sjá nánar Íslensk skip.

Gylfi II var í eigu útgerðar í tæp 10 ár. Inn fjörðinn

Dagur 7.tbl. 8. febrúar 1956

Tveim nýjum glæsilegum skipum, hleypt af stokkununm hjá skipasmíðastöð KEA á Akureyri

Eigendur Dvergur h.f. Ólafsvík og Valtýr Þorsteinsson útgerðarm.

Skipasmíðastöð KEA er að ljúka smíði tveggja skipa. Mun fyrra skipið verða sett á flot einhvern næstu daga, en hið síðara eftir um það bil hálfan mánuð. Skipasmíðastöð KEA tók til starfa 1941 og hefur smíðað mörg skip og báta [...]

65 tonna skip.

Skipasmíðastöð KEA er að ljúka smíði annars skips. Er það 65 tonn að stærð og eigandinn Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður á Akureyri. Sennilega verður skipið sjósett síðar í þessum mánuði. Mörg verkefni eru framundan og meðal annars smíði 50 tonna skips o.fl.


🔗 Timarit

Dagur 52.tbl. 6. október 1956

Nýr fiskibátur frá skipasmíðstöð KEA

Enn hefur nýr bátur frá skipasmíðastöð KEA á Oddeyrartanga bæzt í flotann. Að þessu sinni lítill vélbátur 9 lestir að stærð [...]

Á síðastliðnu vori var líka lokið við smíði 62 lesta skips, sem þeir keyptu Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður Akureyri og Svavar Sigurjónsson frá Flatey.


🔗 Timarit